Fegurðarsamkeppni Vesturlands

Fegurðarsamkeppni Vesturlands

Kaupa Í körfu

Fegurðarsamkeppni Vesturlands fór fram í Bíóhöllinni á Akranesi á laugardagskvöld og komust færri að en vildu á þann viðburð. Þeim sem hafa fylgst með fegurðarsamkeppnum á Vesturlandi á undanförnum árum þótti keppnin í ár takast mjög vel. Að mati dómnefndar var Ragnheiður Björnsdóttir glæsilegust allra. Hún er 19 ára gömul frá Akranesi, foreldrar hennar eru Sigríður Jónsdóttir og Björn Lárusson, fyrrverandi leikmaður Skagaliðsins í knattspyrnu. Í öðru sæti varð Sjöfn Sæmundsdóttir úr Dalasýslu og Hrafnhildur Harðardóttir frá Akranesi í því þriðja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar