Renault Laguna Turbo

Sverrir Vilhelmsson

Renault Laguna Turbo

Kaupa Í körfu

MARGIR bílaframleiðendur leggja metnað sinn í að bjóða aflmeiri og sportlegri útfærslur af sínum helstu sölubílum og þá gjarnan með túrbóútfærslum. Þetta hefur Renault nú gert með Laguna Turbo og var kannski full þörf á því vegna þess að talsvert gap var í vélarlínunni. Laguna var til með 2ja lítra, 135 hestafla vél og næsta bensínvél fyrir ofan er 3ja lítra, V6 vél sem skilar 210 hestöflum. Nú hefur þetta bil verið brúað með því að setja forþjöppu við 2ja lítra vélina svo hún skilar nú 165 hestöflum. Og það sem meira er þá er togið 270 Nm en sama túrbóvél í lúxusbílnum Vel Satis skilar 250 Nm togi að hámarki. MYNDATEXTI: Laguna Turbo er gerð fyrir þá sem vilja sportlegri hröðun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar