Upplestrarkeppnin á Vesturlnadi
Kaupa Í körfu
Lokahátíð stóru upplestrarkeppni 7. bekkinga í grunnskólunum fjórum á norðan- verðu Snæfellsnesi fór fram í Grundarfjarðarkirkju hinn 20. mars sl. Þetta var í fjórða skiptið sem þessir skólar standa að sameiginlegri lokahátíð en keppnin fór nú fram í áttunda sinn. Að venju var hátíðin krydduð með tónlistaratriðum nemenda og í hléi var boðið upp á veitingar í boði Mjólkursamsölunnar og Brauðgerðar Ólafsvíkur. Markmiðið með þessari upplestrarkeppni er að vekja athygli nemenda á og jafnframt að þjálfa þá í vönduðum upplestri og framburði. ........Úrslit stóru upplestrarkeppninar urðu þessi: 1. sæti: Lilja Margrét Riedel, Stykkishólmi, 2. sæti: Guðmundur Haraldsson, Grundarfirði, og 3. sæti: Elín Sigurðardóttir, Grundarfirði. Þá hlaut Hjörtur Steinn Fjeldsted, Grundarfirði, aukaverðlaun fyrir góðan lestur. MYNDATEXTI: Þau lásu best í upplestrarkeppni á norðanverðu Snæfellsnesi : Frá vinstri Guðmundur Haraldsson, Lilja Margrét Riedel og Elín Sigurðardóttir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir