Söngsveitin Fílharmónía

Jim Smart

Söngsveitin Fílharmónía

Kaupa Í körfu

Söngsveitin Fílharmónía flytur Dixit Dominus eftir Handel og Pákumessuna eftir Haydn AÐALTÓNLEIKAR starfsársins hjá Söngsveitinni Fílharmóníu verða í Langholtskirkju á morgun, laugardag, kl. 17.00 og nk. þriðjudagskvöld kl. 20.00. Flutt verða tvö stór kórverk, Dixit Dominus eftir G. F. Handel og hin svonefnda Pákumessa eftir J. Haydn, sem einnig er þekkt undir heitinu Messa á stríðstímum. Einsöngvarar tónleikanna eru Hlín Pétursdóttir sópran, Xu Wen sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór og Davíð Ólafsson bassi. Konsertmeistari kammersveitarinnar, sem annast undirleik, er Zbigniew Dubik. Stjórnandi tónleikanna er Óliver Kentish, en hann hefur stjórnað Söngsveitinni í vetur meðan aðalstjórnandi kórsins, Bernharður Wilkinson, var í ársleyfi. MYNDATEXTI: Frá æfingu Söngsveitarinnar Fílharmóníu, en aðaltónleikar kórsins á þessum vetri verða í Langholtskirkju á morgun og nk. þriðjudagskvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar