Músíktilraunir 2004

©Sverrir Vilhelmsson

Músíktilraunir 2004

Kaupa Í körfu

Mania Músíktilraunum, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins, lauk í gærkvöldi með sigri reykvísku hljómsveitarinnar Mammút, sem skipuð er stelpum að meirihluta, með söngkonuna Katrínu Mogensen í broddi fylkingar. Katrína var einnig valin besta söngkona keppninnar og Mammút var valin athyglisverðasta hljómsveitin. Í öðru sæti varð hljómsveitin Lada Sport úr Hafnarfirði og þriðja sætið hreppti Tony the Pony frá Húsavík. Ellefu hljómsveitir kepptu í úrslitum í gærkvöldi fyrir troðfullu húsi í Austurbæ við Snorrabraut. Samtals tóku fimmtíu hljómsveitir þátt í keppninni sem hófst fimmtudaginn 18. mars sl., en alls var keppt á fimm kvöldum í undanúrslitum. Ellefu hljómsveitir komust í úrslit, en sigurhljómsveitirnar völdu sérstök sjö manna dómnefnd og áheyrendur í sameiningu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar