Sauðburðarmet á heimskautsbaug

Helga Mattína

Sauðburðarmet á heimskautsbaug

Kaupa Í körfu

Húsmóðirin í Garði, Hulda Reykjalín, segir að mjög óvenjulegur ef ekki einstakur atburður hafi átt sér stað í fjárhúsi þeirra hjóna. Grákolla þeirra hefði eitthvað brugðið á leik í október, meðan húsbændurnir nutu sólar í Portúgal og afleiðingin væri nú komin í ljós, tvær gullfallegar gimbrar - önnur hvít og hin svört. Drottning og prinsessa. Hjónin í Garði, Hulda og Þorlákur Sigurðsson, fyrrverandi oddviti, hafa átt kindur allar götur síðan þau hófu búskap 1955 en aldrei hefur nein ær, í þeirra nær hálfrar aldar búskap,borið svo snemma. Þorlákur sagði að heill mánuður væri í burð þeirrar næstu. Það er bæði gagn og gaman að stunda fjárbúskap sagði hann, ljómandi ánægður með þennan vorboða í mars. MYNDATEXTI: Hjónin Hulda og Þorlákur í Garði með marsvorbo

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar