Tveir gestir frá Kerava

Helgi Bjarnason

Tveir gestir frá Kerava

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | Tveir gestir frá Kerava, vinabæ Reykjanesbæjar í Finnlandi, voru í heimsókn í nokkra daga í boði menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar (MÍT). Kynntu þeir sér starfsemi Reykjanesbæjar á þessum sviði sem og stjórnsýslu-, ferða- og markaðsmála. Fulltrúar Kerava voru Jarmo Leskinen, fulltrúi íþróttasviðs, og Petri Harkonen, framkvæmdastjóri þróunarsviðs og staðgengill bæjarstjóra. Á myndinni sjást þeir með Ragnari Erni Péturssyni, æskulýðs- og forvarnafulltrúa Reykjanesbæjar, og Stefáni Bjarkasyni, framkvæmdastjóra MÍT. Þeir fengu að kynnast því helsta sem var á döfinni á meðan á heimsókninni stóð. Sóttu meðal annars leiki í úrslitakeppninni í körfuknattleik og sáu stúlkurnar í Keflavík vinna Íslandsmeistaratitilinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar