Íslenski dansflokkurinn

©Sverrir Vilhelmsson

Íslenski dansflokkurinn

Kaupa Í körfu

Þriðjudaginn 30. mars heimsækir Íslenski dansflokkurinn nemendur Grunnskólans í Sandgerði. Danshöfundur, fjórir dansarar og tónlistarmenn koma með nýtt verkefni undir merkjum Tónlistar fyrir alla. Tónlist fyrir alla er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga með það að markmiði að kenna íslenskum skólabörnum að meta ólíkar tegundir tónlistar. Að þessu sinni er það ekki aðeins tónlist sem verið er að kynna fyrir nemendum, heldur einnig dans. Enn fremur fá nemendur að kynnast því hvað felst í danslistinni og hvernig dansverk eru smíðuð. Peter Anderson, dansari Íslenska dansflokksins hannar verkefnið og vinnur hann það ásamt 4 dönsurum og tveim tónlistarmönnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar