Edda Heiðrún Backman

Edda Heiðrún Backman

Kaupa Í körfu

Þegar Edda Heiðrún Backman sópaði að sér tvennum Grímuverðlaunum í fyrsta sinn sem þau voru afhent í júní síðastliðnum setti hún þau inn á stofuborð til að byrja með. Hið sama gerði hún við Edduna sem hún fékk nokkrum mánuðum síðar. "Þar var ég að virða þessa gripi fyrir mér og sömuleiðis vildu margir sem komu í heimsókn fá að líta á stytturnar. En í framhaldi af því tók yngsta dóttir mín þær til handargagns," segir hún. Stytturnar hafa hlotið alveg nýtt hlutverk í meðförum dótturinnar eins og Edda útskýrir betur. "Þær hafa mikið verið notaðar í alls konar dúkkuleikjum og sem stoðir undir eitt og annað í Barbí. Svo eru þær skreyttar og notaðar sem tré og uppistöður í húsbyggingar. Edduverðlaunin hafa hins vegar verið notuð sem rúm fyrir álfa og póníhesta en bollinn sem gyðjan heldur á hentar vel til þess. Sú stutta leikur sér mikið í kringum okkur og allt sem hún gerir er svo dekoratívt, þannig að þetta féll vel í kramið hjá henni." MYNDATEXTI: Edda Heiðrún Backman: Finnst stytturnar til margra hluta nýtilegar. Dóttirin Unnur Birna Jónsdóttir (t.v.) og vinkona hennar Bríet Barðdal eru a.m.k. mjög duglegar að finna þeim innihaldsrík hlutverk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar