Smári Jökull Jónsson

Smári Jökull Jónsson

Kaupa Í körfu

Ætlar að kenna í Eyjum á vetrum og þjálfa á sumrin Smári Jökull Jónsson er fæddur árið 1983 í Vestmannaeyjum, þar sem hann ólst einnig upp. Hann gekk í Barnaskóla Vestmannaeyja og þá í Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og varð stúdent um jól 2002 af náttúrufræðibraut. Smári Jökull spilaði fótbolta með Tý sem síðar sameinaðist ÍBV. Hann lék einnig handbolta með Tý og ÍBV. Þar sem hann hafði lokið náminu á þremur og hálfu ári gafst honum færi á að vinna eitt misseri eða svo. Hann þjálfaði unga stráka í fótbolta, vann í fiski og í sjoppunni hjá Svönu í Skýlinu þar sem hann seldi pulsur og hamborgara og spjallaði við sjóarana. Kennaraháskólinn var næst á dagskrá og hóf Smári Jökull nám á grunnskólabraut með íslensku og samfélagsgreinar sem valgrein. 130 nemendur hófu nám á brautinni og eru um 25- 30 af þeim karlkyns. "Ég hafði þjálfað börn í Eyjum og líkað vel. Kennaraháskólinn var því góður kostur fyrir mig," segir Smári Jökull og segir að móðir hans sé grunnskólakennari í Eyjum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar