Heiðar Davíð Bragason
Kaupa Í körfu
Afrekskylfingurinn Heiðar Davíð Bragason frá Blönduósi fylgist ekki mikið með golfi Ég er nú ekki neinn "græjukall", ef félagi minn og þjálfari Ingi Rúnar Gíslason væri ekki að ýta að mér nýjum kylfum og hvetja mig til þess að prófa þær væri ég vafalaust enn með gömlu kylfurnar sem ég fékk á Blönduósi sem unglingur," segir Heiðar Bragi Davíðsson kylfingur er hann opnaði golfpokann og sýndi verkfærin sem hafa skilað honum góðum árangri að undanförnu. "Í raun fylgist ég ekki mikið með golfi og því nýjasta sem er á markaðinum hverju sinni. Ætli ég sé ekki bara sveitamaður inn við beinið," segir Heiðar Davíð sem minnti rækilega á sig á dögunum er hann sigraði á Opna spænska áhugamannameistaramótinu. MYNDATEXTI: "Derhúfuna góðu keypti ég eftir að hafa leikið á 78 höggum á fyrsta degi Opna spænska áhugamannamótsins. Sólin var sterk, ég var brenndur á höfðinu og þegar ég leit aftan á húfuna sá ég að talan 69 var saumuð í með áberandi hætti. Mér leist vel á töluna og setti mér það markmið að leika á 69 höggum á öðrum keppnisdegi. Það tókst, og ég komst áfram í gegnum niðurskurðinn. Derhúfan er því í nokkru uppáhaldi hjá mér. Flatarmerkið keypti ég fyrir einhverja keppni með landsliðinu. Það er gott að hafa fánalitina með sér, en frá þeim tíma hefur þróast smá hjátrú hvað merkið varðar. Mér líður betur ef ég hef merkið á mér, sérstaklega þegar ég keppi erlendis," segir Heiðar Davíð.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir