Tæknival

Ásdís Ásgeirsdóttir

Tæknival

Kaupa Í körfu

Tæknival hefur hlotið viðurkenningu Cisco Systems vegna sérþekkingar á þráðlausum staðarnetum en slíkum kerfum fer fjölgandi hér á landi sem annars staðar. Viðurkenningin - Cisco Wireless LAN Specialized Partner - er veitt samstarfsfyrirtækjum sem skara fram úr á þessu sviði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Tæknivali. "Viðurkenning sem þessi felur í sér mikla gæðavottun fyrir Tæknival," segir Sigurður Gunnar Gissurarson viðskiptastjóri Tæknivals í tilkynningu. "Cisco vottar með viðurkenningu að fyrirtæki uppfylli tiltekin skilyrði um menntun og þjónustustig. Tæknival hefur lengi haft á að skipa sérfræðingum í Cisco-búnaði og með þessari endurnýjun verðum við áfram í fremstu röð."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar