Anna Áslaug og Arndís Halla

Birkir Fanndal Haraldsson

Anna Áslaug og Arndís Halla

Kaupa Í körfu

Um allmörg undanfarin ár hefur Laufey Sigurðardóttir í Höfða gengist fyrir tónleikahaldi um páska, hér í sveit. Þetta hefur henni farist einkar vel. Að þessu sinni voru tvennir tónleikar. Hinir fyrri voru í Skjólbrekku á skírdagskvöld. Á fyrri hluta dagskrárinnar var píanókvintett í Es-dúr, op. 44 eftir Robert Schumann. Hljóðfæraleikarar voru Anna Áslaug Ragnarsdóttir við flygilinn, Laufey Sigurðardóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir með fiðlur, Þórunn Ósk Marinósdóttir með víólu og Sigurður Bjarki Gunnarsson með selló. MYNDATEXTI: Anna Áslaug og Arndís Halla í Skjólbrekku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar