Mjöltankar felldir

Finnur

Mjöltankar felldir

Kaupa Í körfu

FJÖLDI fólks var saman kominn á Patreksfirði síðdegis í gær til að verða vitni að því þegar mjöltankar, sem staðið hafa við mjölbræðsluna í bænum í rúm 20 ár, voru felldir. Það var á slaginu klukkan sex að starfsmenn Hringrásar klipptu á síðustu stoðina og þetta 29 metra háa og 100 tonna ferlíki féll til jarðar með háum dynk. Ingvar Ingvarsson, flutningastjóri hjá Hringrás, segir að nú verði farið í að hluta tankana niður, pressa þá, og að lokum verði þeir sendir ásamt öðru brotajárni úr mjölbræðslunni til Spánar með skipi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar