Bassarnir þrír

Svanhildur Eiríksdóttir

Bassarnir þrír

Kaupa Í körfu

Keflavík | "Það er kominn tími til að heimurinn skilji yfirburði bassanna," segir Jóhann Smári Sævarsson, bassasöngvari í Þýskalandi, í tilefni af tónleikum "Bassanna þriggja frá Keflavík" í Listasafni Reykjanesbæjar á morgun, sunnudag, kl. 16. Hinir tveir eru Davíð Ólafsson og Bjarni Thor Kristinsson. Þrátt fyrir gamansamt tilsvar Jóhanns Smára má heyra á þeim félögum að bassarnir þrír verðskuldi ekki síður athygli en tenórarnir þrír. MYNDATEXTI: Upphitun: Davíð Ólafsson og Jóhann Smári Sævarsson æfðu saman í Listasafni Reykjanesbæjar í gærkvöldi með undirleikararnum Kurt Kopecky, tónlistarstjóra Íslensku óperunnar. Bjarni Thor Kristinsson bætist í hópinn í dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar