Skautafélagið

Kristján Kristjánsson

Skautafélagið

Kaupa Í körfu

SKAUTAFÉLAG Akureyrar er besta íshokkílið landsins en Akureyringar tryggðu sér í gærkvöld Íslandsmeistaratitilinn í 11. sinn þegar þeir báru sigurorð af Skautafélagi Reykjavíkur, 6:1, í þriðja úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn sem fram fór á Akureyri. SA vann alla þrjá úrslitaleikina en fyrstu tveir leikirnir fóru 5:2 og 7:1, og Akureyringarnir sýndu og sönnuðu að þeir eru með besta lið landsins en þeir unnu alla leiki sína á tímabilinu MYNDATEXTI: Sigurður Sveinn Sigurðsson, fyrirliði SA, með Íslandsmeistarabikarinn ásamt aðstoðarfyrirliðum sínum, Birni Má Jakobssyni til vinstri og Rúnari Rúnarssyni til hægri

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar