Rafn Hafnfjörð

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Rafn Hafnfjörð

Kaupa Í körfu

Við sitjum í kaffistofunni í Litbrá, prentsmiðju Rafns Hafnfjörð. Á veggjum eru myndir Rafns af landslagi, frammi eru hillur og aftur hillur með kössum með póstkortum hans, og handan við vegginn rymur prentvél. Rafn Hafnfjörð fæddist í Hafnarfirði árið 1928. Hann lærði það sem kallað var ljósprentun, síðar prentsmíði en hefur með tilkomu tölvunnar þróast yfir í grafíska hönnun. Rafn hefur í áratugi verið einn mikilvirkasti landslags- og náttúruljósmyndari þjóðarinnar og myndir hans hafa ratað víða. Þá hefur hann unnið til ýmissa viðurkenninga fyrir ljósmyndir, tekið þátt í sýningum og einkasýningu hélt hann á Kjarvalsstöðum árið 1979. Nú verður opnuð önnur sýning í dag, í Hafnarborg í Hafnarfirði, og kallast Lesið í landið MYNDATEXTI: Rafn Hafnfjörð við tvö verka sinna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar