Grindavík

Helga Bjarnason

Grindavík

Kaupa Í körfu

Grindavík | Starfsmenn fiskverkunarinnar Vísis í Grindavík voru í gær að breyta í fiskvinnslunni. Ágúst Ingólfsson sem er á lyftaranum og Hjálmur Sigurðsson sem styður við færibandið þverneituðu því að þeir væru að gera fínt fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem kemur í heimsókn til Grindavíkur í dag til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni 30 ára kaupstaðarafmælis. Forsetinn heimsækir einnig fyrirtæki en þeir félagar sögðu að þótt forsetinn væri frá Þingeyri eins og stofnandi Vísis væri ólíklegt að hann kæmi í heimsókn vegna þess að engin vinnsla yrði þar í dag. Málið skýrðist þegar Ágúst sagði að þeir væru að flytja út tæki úr flökunarlínunni til að rýma fyrir niðurísingu sem þeir kalla. Hann sagði að smærri fiskurinn yrði sendur til vinnslu á Húsavík en keyptur stór fiskur á markaði í staðinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar