Stór stund var í sögu Globodent

Skapti Hallgrímsson

Stór stund var í sögu Globodent

Kaupa Í körfu

Stór stund var í sögu Globodent þegar borað var í fyrsta skipti í tönn á manni með bor sem stýrt er utan munns. Skapti Hallgrímsson fylgdist með. EGILL Jónsson, tannlæknir á Akureyri, boraði á laugardag í fyrsta skipti staðlaða holu í tönn á manni með nýstárlegum bor sem stýrt er utan munns sjúklingsins, og setti í hann staðlaða fyllingu. Borinn er uppfinning Egils en hann er tæki sem á að gera það jafn einfalt og fljótlegt fyrir tannlækni að nota staðlaða postulínsfyllingu eins og amalgam- (silfur) eða plastfyllingar. Myndatexti: Egill Jónsson tannlæknir og uppfinningamaður á Akureyri borar í fyrsta skipti með nýstárlegum bor - uppfinningu sinni - í tönn á manneskju. Í stólnum er Geir Guðmundsson, verkefnisstjóri á Iðntæknistofnun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar