Jafnréttisáætlun

Kristján Kristjánsson

Jafnréttisáætlun

Kaupa Í körfu

JAFNRÉTTISSTEFNU Akureyrarbæjar sem gildir til ársins 2007 hefur verið dreift til bæjarbúa. Ýmsar nýjungar er að finna í þessari nýju jafnréttisstefnu, m.a. að á tímabilinu verði unnið að gerð mælitækis, svonefndrar jafnréttisvogar, sem gera á samanburð á stöðu sveitarfélaga mögulegan og raunhæfan. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri kvaðst vænta þess að ef vel tækist til með gerð jafnréttisvogarinnar gæti hún skilað jafnréttismálum lengra fram á veginn, "hún myndi gera okkur kleift að koma pólitískri umræðu um jafnréttismál á vitlegan grunn. Samanburður milli sveitarfélaga í þessum málaflokki verður raunhæfur," sagði hann. MYNDATEXTI: Jafnréttisstefna kynnt. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, jafnréttisráðgjafi Akureyrarbæjar, og Gerður Jónsdóttir, formaður jafnréttis- og fjölskyldunefndar. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri situr hjá þeim.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar