Tindur

Helgi Jónsson

Tindur

Kaupa Í körfu

Björgunarsveitin Tindur í Ólafsfirði fékk á dögunum afhenta veglega gjöf frá Slysavarnadeild kvenna og Kvenfélaginu í Ólafsfirði. Raunar voru það tvær gjafir, samtals að verðmæti 778.000 krónur, sem renna beint í bíla- og tækjakaup björgunarsveitarinnar. Annars vegar er það sameiginleg gjöf Slysavarnafélagsins og Kvenfélagsins upp á 278.000 krónur, en það er ágóði af sameiginlegri árshátíð félaganna og þorrablóti. Hins vegar er það peningagjöf Slysavarnafélagsins upp á 500.000 krónur, gagngert til að styðja björgunarsveitina við kaupin á "nýja" jeppanum í vetur. MYNDATEXTI: Við nýja jeppann: Í höfuðstöðvum björgunarsveitarinnar Tinds sem hefur fengið nafnið Tindasel. Frá vinstri: Ásta Andreassen og Georg Kristinsson sem tekur við peningunum úr hendi Jónu Arnórsdóttur. Hægra megin eru Ásdís Pálmadóttir og Anna María Elíasdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar