Sumardagurinn fyrsti í Hveragerði
Kaupa Í körfu
Forsetahjónin heimsóttu garðyrkjuskólann á Reykjum Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorritt Mousaieff heimsóttu Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum, í tilefni sumarkomunnar í gær. Að venju var opið hús í skólanum og sérstök hátíðardagskrá; kynning á námi við skólann og endurmenntunarnámskeiðum. Handverksfólk var við vinnu sína, markaðstorg með grænmeti og blómum, leiktæki og smádýragarður fyrir börnin og ýmislegt fleira. Forsetinn afhenti viðurkenningar þeim fjölskyldum í Hveragerði, sem í vetur hafa tekið þátt í námskeiðinu Vistvernd í verki. Viðurkenningin er moltutunna og viðurkenningarskjal. Forsetinn sagði að nú hefðu 8% íbúa í Hveragerði sótt slík námskeið. Árangur vistverndar er áþreifanlegur, rafmagnsnotkun þessara fjölskyldna hefur minnkað um 27%, sorp hefur minnkað um 34% og bensíneyðsla um 10%. MYNDATEXTI: Forsetinn og vistverndarfólkið í Hveragerði.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir