Sólheimajökul

Jónas Erlendsson

Sólheimajökul

Kaupa Í körfu

Brennisteinsmengun hefur aukist verulega í Jökulsá á Sólheimasandi undanfarna daga. Jarðfræðingar segja aukna mettun brennisteinsvetnis vera einkenni kvikusöfnunar undir Kötlu og afleiðingu aukins jarðhita sem henni fylgir. Jarðvísindamaður fékk nýlega eitrunareinkenni af þessum sökum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans og lögreglustjórinn í Vík hafa sent frá sér viðvörun þar sem varað er við því að fólk sé í nágrenni við upptök Jökulsár á Sólheimasandi. Hætta er á brennisteinseitrun, en helstu einkenni hennar eru sviði í augum og óþægindi frá öndunarfærum ásamt ógleði og höfuðverk. Myndatexti: Við upptök Jökulsár á Sólheimasandi, við Sólheimajökul, í gærkvöld. Fólk er varað við því að vera þar á ferð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar