Hjólað inn í sumarið

Gunnar Kristjánsson

Hjólað inn í sumarið

Kaupa Í körfu

Fyrstu dagar sumars hafa verið mildir og góðir í Grundarfirði þannig að gróður hefur tekið ört við sér. Farfuglarnir koma einn af öðrum og ekki þarf annað en að ganga eða hjóla örlítið út fyrir bæjarmörkin til að heyra í lóu eða hrossagauki. Þegar vorar svo vel eru hjólin tekin fram og hjólað út í góða veðrið. Þær stöllur Katrín Elísdóttir, Helga Ingibjörg Reynisdóttir og Sjöfn Sverrisdóttir urðu á vegi Sverris Karlssonar þegar hann fékk sér göngutúr í góða veðrinu á sumardaginn fyrsta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar