Tökur á Guy X hafnar

Alfons Finnsson

Tökur á Guy X hafnar

Kaupa Í körfu

Tökur á Guy X hafnar á Snæfellsnesi Síðustu daga hefur mikið verið um að vera í Björgunarstöðinni á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Þar er búið að koma upp kvikmyndaveri og nú er allt á fullu við það að taka upp kvikmynd sem ber nafnið Guy X sem byggð er á skáldsögunni, No One Thinks of Greenland, eftir John Griesemer. Stóru nöfnin í leikarahópnum fyrir okkur Íslendinga eru Hilmir Snær Guðnason og Jason Biggs, en Biggs þessi fór með stórt hlutverk í American Pie-myndunum vinsælu. Hilmir Snær mun vera eini íslenski leikarinn í myndinni. MYNDATEXTI: Íbúar á Hellissandi hafa fengið smáhlutverk í kvikmyndinni Guy X, flestir hverjir sem hermenn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar