Stjórn RAMY

Birkir Fanndal

Stjórn RAMY

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Nýlega skipuð stjórn Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn kom saman til síns fyrsta fundar í Skjólbrekku nú í vikunni. Stjórnin er skipuð af umhverfisráðherra með vísun til 4. gr.laga nr. 36/1974 um verndun Mývatns og Laxár. Í fundarhléi gafst færi á myndatöku. Frá vinstri eru: Sigbjörn Gunnarsson, Árni Bragason, Hörður Kristinsson, Árni Einarsson forstöðumaður, Guðrún María Valgeirsdóttir, Davíð Egilson sem er formaður nefndarinnar, Sigurður S. Snorrason og Jón Benediktsson. Það er svo með þessa nefnd að margur mundi vilja að hún renni sitt skeið til enda á þessu sumri. Hér bíða menn þess og vona að ný lög um Mývatn og Laxá verði afgreidd af Alþingi fyrir þinglok. Þar með mundi ljúka ævi þessarar nefndar. Í lagafrumvarpi er gert ráð fyrir fagráði við Náttúrurannsóknarstöðina í stað stjórnarinnar sem nú er.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar