Dæling úr Mývatni

Birkir Fanndal

Dæling úr Mývatni

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Starfsmenn Kísiliðjunnar eru byrjaðir að koma búnaði til gúrdælingar út á vatnið. Dæluprammi og dráttarbátur eru komnir á flot og dæluleiðslum komið á sinn stað. Stefnt er að dælingu í byrjun maí og trúlega verður vertíðin stutt því efnisþörf er takmörkuð þar sem verksmiðjan mun stöðvast í árslok. Hér stendur Karl Viðar Pálsson, verkstjóri dælingarflokks, og horfir út á vatn, fjær sést dráttarbáturinn. Ef allt fer sem horfir þá er nú að hefjast síðasta sumar þessarar starfsemi á Mývatni. Í dælingarflokki Karls Viðars starfa 8 menn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar