Herraskór

Herraskór

Kaupa Í körfu

Herraskótískan fyrir vorið og sumarið er sportlegri en oft áður og ber með sér ferskan andblæ. Þessi sportlega lína sem er mitt á milli spari- og strigaskóa er fáanleg í flestum litum, stærðum og gerðum. Það snið sem er hvað mest í tísku núna eru langir og mjóir skór með þvertá en sniðið er ekki algerlega nýtt af nálinni og má benda á að Sand hóf framleiðslu á þessari tegund af skóm fyrir allnokkrum árum. En þrátt fyrir að stíllinn sé ekki nýr þá er greinilegt að hann er kominn til að vera MYNDATEXTI: Bianco. Klassískir herraskór opnir í hælinn, 7.300 kr. Sandalar, 6.800 kr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar