Menntaskólinn á Egilsstöðum

Sigurður Aðalsteinsson

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Kaupa Í körfu

Stúdentsefni Menntaskólans á Egilsstöðum dimmiteruðu um liðna helgi með brauki og bramli. Þau byrjuðu eldsnemma morguns; voru komin á stjá á tveimur gömlum hertrukkum með blæjuboddíi klukkan fimm um morguninn til að ræsa kennara sína og merkja þá með viðurnefnum vetrarins. Allir voru krakkarnir klæddir eins og maðurinn með ljáinn og fóru þannig um allan Egilsstaðabæ og máluðu hann rauðan eftir föngum. Er nokkuð var liðið á daginn settust nokkrir menntskælingar niður við Söluskálann og fengu sér pylsu, pilsner og kókómjólk til að safna kröftum svo aftur væri hægt að taka til við málningarvinnuna rauðu. MYNDATEXTI: Menntskælingar varpa öndinni á annasömum degi: Dimmiterað í Menntaskólanum á Egilsstöðum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar