Vinnueftirlitið og Háskóli Íslands

©Sverrir Vilhelmsson

Vinnueftirlitið og Háskóli Íslands

Kaupa Í körfu

VINNUEFTIRLITIÐ og Háskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um Rannsóknastofu í vinnuvernd. Markmiðið er að efla rannsóknir og fræðslu á sviði vinnuverndar en fram til þessa hafa rannsóknir af þessu tagi fyrst og fremst verið stundaðar í rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins. Í tilkynningu Vinnueftirlitsins segir að rannsóknir á sviði vinnuverndar lúti að líðan og heilsu fólks í vinnu. Vinnutengd heilsa sé stór hluti lýðheilsu og skipti því sköpum fyrir heilbrigði þjóðarinnar MYNDATEXTI: F.v. Kristinn Tómasson og Eyjólfur Sæmundsson frá Vinnueftirlitinu og Páll Skúlason og Ólafur Þ. Harðarson frá Háskóla Íslands

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar