Mötuneyti

Jim Smart

Mötuneyti

Kaupa Í körfu

Heilhveitipasta, sellerísúpa, ferskt ávaxtasalat, nýbakað brauð, kartöflu- og saltfisksalat, kúmenostasalat, ofnbakaður fiskur í kotasælukryddjurtasósu, sjávarréttasúpa, heitur skinkuréttur, indverskur pottréttur, köld grísasteik og rauðlauksmarmelaði er meðal rétta sem starfsfólk Kreditkorta, Eddu útgáfu og Íslandsbanka fær að borða í hádeginu og gerir þá græna af öfund sem þurfa að gera sér að góðu bjúgu eða mæjónessamlokur í hádegisverð. Matgæðingarnir sem sjá um þessi mötuneyti eru sammála um að tilbúinn unninn matur og pakkavara sé óboðlegur og þau Brynjar Eymundsson hjá Íslandsbanka, Valgerður Reynisdóttir hjá Eddu útgáfu og Jórunn Sigurðardóttir hjá MasterCard-Kreditkortum, leggja metnað sinn í að útbúa máltíðir frá grunni. MYNDATEXTI: Edda útgáfa: Starfsfólkið vill ekki missa af hollustunni hennar Valgerðar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar