Veiðisafnið á Stokkseyri
Kaupa Í körfu
Gíraffi, antilópur, hreindýr, krókódíll, sauðnaut og selur eru meðal uppsettra dýra sem mæta gestum Veiðisafnsins á Stokkseyri. Þar eru einnig sýnd ný og gömul veiðivopn og annað sem tengist veiðimennsku ...... Veiðisafnið, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi, verður opnað almenningi um þessa helgi. Þar eru til sýnis uppstoppuð dýr úr þremur heimsálfum, sútuð skinn, veiðivopn af ýmsu tagi og fleira sem lýtur að veiðum á dýrum og fuglum. Megnið af sýningargripunum eru dýr sem eigendur safnsins og veiðimennirnir Páll Reynisson ljósmyndari og kvikmyndatökumaður og Fríða Magnúsdóttir hárgreiðslumeistari hafa aflað innanlands og utan. Einnig eru sýnd dýr sem fengin eru að láni frá Náttúrufræðistofnun Íslands og hefur Veiðisafnið gert fimm ára varðveislusamning við stofnunina um lánsdýrin. MYNDATEXTI: Lónakrókódíll heilsar gestum Veiðisafnsins á Stokkseyri.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir