Norræn barnaleikhúshátíð
Kaupa Í körfu
AUSTAN við sól og vestan við mána... - þessi orð hljóma og ævintýrin koma strax upp í hugann. Það er því ekki úr vegi að orðin séu yfirskrift norrænnar barnaleikhúshátíðar sem hefst næsta laugardag undir formerkjum alþjóðlegu barnaleikhússamtakanna ASSITEJ. Því leikhús sem ætlað er börnum getur verið hið mesta ævintýri og sannarlega verður opnunardagurinn ævintýralegur. Þá taka tæplega tvö hundruð íslensk skólabörn ásamt foreldrum og kennurum og leikurum frá öllum Norðurlöndunum þátt í gjörningi í Hljómskálagarðinum, þar sem afhjúpað verður risastórt, uppljómað naut úr smiðju tveggja ástralskra listakvenna, Tamöru Kirby frá Queensland og Karen Zabiegala frá Tasmaníu. "Nautið er gert úr bambus, sykurreyr og pappír og er upplýst að innan með jólaseríum," segir Tamara í samtali við Morgunblaðið. "Nautið er ein af landvættum Íslands og verndar suðvesturhornið, en ætlar nú að taka sér nýtt hlutverk og vernda börnin og ímyndunaraflið. Það verður einkennismerki barnaleikhússins." Hún hefur verið hér á landi undanfarnar fjórar vikur og unnið með skólakrökkunum sem taka þátt í opnunarhátíðinni, en þeir koma úr 5. bekkjum Víkurskóla, Korpuskóla og Ingunnarskóla. MYNDATEXTI: Áströlsku listakonurnar Tamara Kirby og Karen Zabiegala ásamt Helgu Arnalds, sem hefur umsjón með opnunarhátíð barnaleikhúshátíðarinnar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir