Ferðakort

Steinunn Ásmundsdóttir

Ferðakort

Kaupa Í körfu

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hefur gefið út þrjú ný útivistarkort. Eru þau af Héraði, Jökuldalsheiði og Vopnafirði og leggja áherslu á gönguleiðir og reiðleiðir. Aukreitis má finna á kortunum ýmsan fróðleik um sögu og náttúrufar á þessum slóðum. Má ætla að þetta sé sterk viðbót við þau gönguleiðakort í Austurlandsfjórðungi sem gefin hafa verið út undanfarin ár og gagnast göngufólki og öðrum áhugasömum vel. MYNDATEXTI: Nýju kortin afhent: Helgi Arngrímsson afhendir fulltrúum sveitarfélaga fyrstu eintökin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar