Skemmtiferð með Súlunni
Kaupa Í körfu
Eldri borgurum boðið í siglingu með Súlunni EA ÚTGERÐARMENN Súlunnar EA buðu eldri borgurum á Akureyri í siglingu um Eyjafjörð sl. sunnudagsmorgun. Ferðin var liður í kynningar- og fræðsludögum um öldrunarmál sem nú standa yfir, undir yfirskriftinni "Litríkt vor - virkir eldri borgarar." Um 70 manns þáðu boð þeirra Bjarna Bjarnasonar skipstjóra og Sverris Leóssonar útgerðarmanns, í ágætis veðri. Aldraðir voru þar í miklum meirihluta en fólk á öllum aldri fór með í siglinguna. Tveir aldraðir heiðursmenn voru með hljóðfæri sín um borð og léku á harmonikku og trommur. Gestirnir um borð tóku lagið og sumir þeirra stigu dansspor á dekkinu, að sögn Bjarna, sem var hinn ánægðasti með hvernig til tókst. "Ég held að gamla fólkið hafi haft gaman að þessu og þá er tilganginum náð. Fólkið skoðaði tæki og tól um borð og spurði mikið," sagði Bjarni. Siglt var út undir Gáseyri og á leiðinni var gestum boðið upp á kaffi og meðlæti. MYNDATEXTI: Ánægjuleg ferð: Gestir ganga frá borði Súlunnar EA eftir siglingu um Eyjafjörð.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir