Olga Guðmundsdóttir - Silfurtún

Ásdís Ásgeirsdóttir

Olga Guðmundsdóttir - Silfurtún

Kaupa Í körfu

FYRSTU íslensku jarðarberin eru væntanleg í verslanir eftir helgina og segir Olga Guðmundsdóttir, garðyrkjubóndi í Silfurtúni, þau 1-2 vikum fyrr á ferðinni en venjulega. Uppskeran er jafnvel betri en í fyrra, að hennar sögn, og er ástæðan að mestu leyti gott og bjart vor. Grænmetisbændur hafa sett nokkrar nýjungar á markað undanfarin misseri, nú síðast konfekttómata sem eru plómulaga sérrítómatar, og þrjár salattegundir í potti sem hægt er að skera niður í skál með einu handtaki. MYNDATEXTI: Olga Guðmundsdóttir í Silfurtúni kveðst nokkuð ánægð með fyrstu jarðarberjauppskeruna í ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar