Robert Sturua, leikstjóri

Árni Torfason

Robert Sturua, leikstjóri

Kaupa Í körfu

Stór hópur listafólks frá hinu rómaða Rustaveli-leikhúsi í Tblisi í Georgíu efnir til Þrettándakvölds á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld og annað kvöld. Í samtali við Silju Björk Huldudóttur ræðir Robert Sturua, leikstjóri sýningarinnar og leikhússtjóri Rustaveli-leikhússins, um forlagatrú sína og af hverju hann ákvað að flétta guðspjöllunum inn í leikrit Shakespeares. Eins og komið hefur fram er Listahátíð í Reykjavík í ár sérstaklega helguð sviðslistum og í samstarfi við stóru atvinnuleikhúsin í borginni verður boðið upp á sviðsviðburði af stærstu gerð. Einn þessara viðburða er sýning Þjóðleikhúss Georgíu, þ.e. Rustaveli-leikhússins í Tblisi, en í kvöld og annað kvöld mun hátt á fjórða tug listamanna, undir stjórn Roberts Sturua leikstjóra og leikhússtjóra. MYNDATEXTI: "Mig langaði að minnast þess að tvö þúsund ár væru liðin frá fæðingu frelsarans," segir Robert Sturua leikstjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar