Metallica-biðröð
Kaupa Í körfu
"Nóttin var erfið en samt rosagaman" METALLICA-aðdáendur lögðu talsvert á sig í bið eftir miðum á tónleika hinnar goðsagnakenndu þungarokkshljómsveitar fyrir utan Verslun OgVodafone í Síðumúlanum í fyrrinótt. Mætti fólk með kúlutjöld og svefnpoka, stóla og annan útilegubúnað svo helst minnti ástandið á útihátíð. Meðal þeirra sem biðu mættu tímanlega og tryggðu sér öruggt sæti framarlega í biðröðinni var Tinna Heimisdóttir, 15 ára, ásamt félögum sínum. Engin spurning var að henni þótti biðin fyrirhafnarinnar virði og skipti engu þótt að henni sækti kuldi og hungur. "Nóttin var rosalega erfið en þetta var samt rosagaman," sagði hún. "Kuldinn og hungrið var það versta, en það var samt rosafjör. Við vorum með tjald og stóla en bjuggumst ekki við því að það yrði svona kalt. .... Aðeins framar í röðinni var Ragnar Hansen, 15 ára, sem átti kalda nótt en bar sig vel. "Ég mætti á staðinn klukkan 1 eftir miðnætti og þá var fjör hérna. Ég tók bara með mér teppi og var frekar kalt. Ég svaf um nóttina og talaði við fólkið í kringum mig. Ég sá ein slagsmál en vissi um þrenn." MYNDATEXTI: Metallica-biðröð í Síðumúla 28 fyrir utan OgVodafone. Mætti fólk með kúlutjöld og svefnpoka. Metallica biðröð í Síðumúla 28 fyrir utan OgVodafone Metallica biðröð í Síðumúla 28 fyrir utan OgVodafone
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir