Hekla á Austurlandi ehf
Kaupa Í körfu
HEKLA á Austurlandi var stofnuð árið 2001 og hefur verið með starfsemi á Reyðarfirði hjá Verkstæði Helga. Hekla hf. hefur nú keypt hlut umboðsmannsins, Helga Magnússonar og breytt nafni fyrirtækisins í Hekla á Austurlandi ehf. Við starfsemina sem fyrir var, sölu á nýjum og notuðum bílum og verkstæðis- og hjólbarðaþjónustu, bætist nú þáttur Vélasviðs Heklu, sem byggist á þjónustu við atvinnutæki til lands og sjávar. Aðrir eigendur að félaginu eru Eignarhaldsfélag Austurlands, Sparisjóður Norðfjarðar og Olís, með 40% hlutdeild. Tvöfalda reksturinn Tryggvi Jónsson forstjóri Heklu sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið væri m.a. nýbúið að gera samning við Síldarvinnsluna um þjónustu á þeirra tækjum og fyrirtækið veitti mikla þjónustu á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka. MYNDATEXTI. Hressir með Heklu á Austurlandi: Þeir Heklumenn Ásmundur Jónsson, Geir Valur Ágústsson, Guðni K. Þorvaldsson og Tryggvi Jónsson forstjóri.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir