Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Kaupa Í körfu
ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri opnar sýningu á finnskri samtímaljósmyndun í Ljósmyndasfni Reykjavíkur kl. 14 í dag, sunnudag. Yfirskrift sýningarinnar er Nýir veruleikar og er hluti viðfangsefnisins tengdur hinum pólitíska og félagslega raunveruleika sem ríkti í kjölfarið á hruni Sovétríkjanna ásamt aðild Finnlands að Evrópubandalaginu. Spurningar um heiminn í kring hafa séð stærsta hluta þeirra listamanna sem taka þátt í sýningunni fyrir fjölda viðfangsefna. Efnistök sýningarinnar eru af margvíslegum toga og fjalla um hluti eins og tilvist einstaklingsins, landslag, umhverfi, og sögu. Sýningin New Realities - Finsk samtida fotografi var sett upp í Gautaborg í byrjun árs 2003 í sýningarstjórn Hasse Persson. Verkin á sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur samanstanda af hluta þeirrar sýningar sem eru í eigu Hasselblad Center í Gautaborg og verkum í eigu Ljósmyndasafns Finnlands í Helsinki. Í fréttatilkynningu segir m.a. "Finnsk samtímaljósmyndun hefur undanfarinn áratug hlotið mikla alþjóðlega athygli og verið fremst í flokki Norðurlandanna á þeim vettvangi. Í dag er hún fjölbreyttari og alþjóðlegri en nokkru sinni fyrr og er árangur á alþjóðavísu ekki hvað síst að þakka kerfi á vegum finnska ríkisins sem stuðlaði að alþjóðlegri dreifingu á ljósmyndun og list ásamt markvissri fjárfestingu í ljósmyndafræðslu almennings." MYNDATEXTI: María Karen Sigurðardóttir, forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur, og Sigríður Kristín Birnudóttur taka upp finnskar samtímaljósmyndir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir