Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Árni Torfason

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri opnar sýningu á finnskri samtímaljósmyndun í Ljósmyndasfni Reykjavíkur kl. 14 í dag, sunnudag. Yfirskrift sýningarinnar er Nýir veruleikar og er hluti viðfangsefnisins tengdur hinum pólitíska og félagslega raunveruleika sem ríkti í kjölfarið á hruni Sovétríkjanna ásamt aðild Finnlands að Evrópubandalaginu. Spurningar um heiminn í kring hafa séð stærsta hluta þeirra listamanna sem taka þátt í sýningunni fyrir fjölda viðfangsefna. Efnistök sýningarinnar eru af margvíslegum toga og fjalla um hluti eins og tilvist einstaklingsins, landslag, umhverfi, og sögu. Sýningin New Realities - Finsk samtida fotografi var sett upp í Gautaborg í byrjun árs 2003 í sýningarstjórn Hasse Persson. Verkin á sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur samanstanda af hluta þeirrar sýningar sem eru í eigu Hasselblad Center í Gautaborg og verkum í eigu Ljósmyndasafns Finnlands í Helsinki. Í fréttatilkynningu segir m.a. "Finnsk samtímaljósmyndun hefur undanfarinn áratug hlotið mikla alþjóðlega athygli og verið fremst í flokki Norðurlandanna á þeim vettvangi. Í dag er hún fjölbreyttari og alþjóðlegri en nokkru sinni fyrr og er árangur á alþjóðavísu ekki hvað síst að þakka kerfi á vegum finnska ríkisins sem stuðlaði að alþjóðlegri dreifingu á ljósmyndun og list ásamt markvissri fjárfestingu í ljósmyndafræðslu almennings." MYNDATEXTI: María Karen Sigurðardóttir, forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur, og Sigríður Kristín Birnudóttur taka upp finnskar samtímaljósmyndir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar