Verk eftir Dewaki Timsina

Kristján Kristjánsson

Verk eftir Dewaki Timsina

Kaupa Í körfu

SÝNINGIN Allar heimsins konur verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 15 í dag, sunnudag. Claudia DeMonte, umsjónarmaður sýningarinnar, heldur fyrirlestur kl. 14.30 um aðdraganda sýningarinnar. Um er að ræða sýningu þar sem konur frá 176 löndum sýna verk sem hefur þemað "Að vera kona, hvað þýðir það". Claudia DeMonte á verk á sýningunni en hún hefur haldið yfir 60 einkasýningar og tekið fyrir málefni kvenna á "gamansaman". Sýningin hefur farið um allan heim og var nú síðast á Listasafninu á Akureyri. Sýningin mun svo halda til Grikklands að lokinni Íslandsdvöl á Ólympíuleikana 2004. MYNDATEXTI: Verk eftir Dewaki Timsina frá Bútan á sýningunni Allar heimsins konur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar