Þórunn Sigurðardóttir

Þórunn Sigurðardóttir

Kaupa Í körfu

Listahátíð í Reykjavík er í þann mund að bresta á, en stjórnandinn, Þórunn Sigurðardóttir, er furðanlega róleg að sjá. "Þetta er alls ekki erfiðasti tíminn hjá mér. Eiginlega er meira að gera hjá starfsfólkinu því verkefnin eru komin í hendurnar á þeim sem annast hvert svið fyrir sig," segir hún. Mikið er af viðamiklum og mannmörgum sýningum á hátíðinni og kemur stærsta leikmyndin, fyrir Körper, til að mynda í fjórum gámum frá Seúl í Kóreu. "Hátíðin núna er afrakstur mikillar skipulagsvinnu, sem er í raun búin að taka tvö ár, og þegar stórir leik- og danshópar eru annars vegar þarf enn meiri tíma. Leikstjórar og þátttakendur í þessum stóru sýningum munu hitta íslenskt listafólk meðan á dvölinni stendur og það er áríðandi að koma á fundum þegar jafnmiklar stjörnur koma til landsins. Í því felast skyldur Listahátíðar líka. Fólk flytur ekki stórar sýningar á trukkum eða í lestum hingað, líkt og hægt er að gera í Evrópu, og við líðum fyrir þessa landfræðilegu einangrun."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar