Handboltaafmæli

Árni Torfason

Handboltaafmæli

Kaupa Í körfu

FJÖRUTÍU ár eru síðan íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn á grasvellinum í Laugardal og héldu liðið, þjálfarinn og kokkur liðsins upp á þessi tímamót nýlega. Mótið fór fram á Íslandi og réðust úrslitin í leik milli Noregs og Danmerkur. Norðmenn höfðu jafntefli við Dani, en þar sem íslensku stúlkurnar höfðu sigrað Norðmenn 9-7, voru þær sigurvegarar mótsins. Sigríður Sigurðardóttir, fyrirliði liðsins, segir að þrátt fyrir að mótið hafi farið fram á grasvelli hafi handbolti almennt ekki verið spilaður á grasi í þá daga og því hafi það verið svolítið vandasamt að keppa á grasvelli. "Við gátum ekki driplað eða neitt. Það er ekki hægt að dripla á grasi. Það var allt í lagi með skrefin, við hentum boltanum bara fram og hann var látinn ganga og svo var hlaupið. Þetta var mjög skemmtilegur tími," segir Sigríður, sem var fyrst kvenna kosin íþróttamaður ársins, árið 1964. MYNDATEXTI: Það var kátt á hjalla þegar kvennalandsliðið árið 1964, þjálfarinn og kokkur liðsins, komu saman á dögunum til að að halda upp á þessi tímamót og rifja upp gullaldarárin í íþróttinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar