Emil B. Karlsson

Ásdís Ásgeirsdóttir

Emil B. Karlsson

Kaupa Í körfu

Kennsla hefst í Verzlunarskólanum um næstu áramót NÝ NÁMSBRAUT fyrir verslunarfólk verður tekin í gagnið um næstu áramót. Um er að ræða þriggja anna nám sem fram fer í skóla og á vinnustöðum en bókleg kennsla fer fram í Verzlunarskóla Íslands. Að verkefninu standa Samtök verslunar og þjónustu í samstarfi við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Emil B. Karlsson, verkefnastjóri hjá SVÞ, segir að með þessu sé reynt að leysa úr einum brýnasta vanda starfsmenntamála á Íslandi í dag. Smásöluverslun sé fjölmennasta starfsgreinin hér á landi með um 12 þúsund starfsmenn en nám fyrir verslunarfólk er af skornum skammti og að mestu bundið við einstök fyrirtæki. MYNDATEXTI: Emil B. Karlsson, verkefnastjóri hjá SVÞ, kynnir nýja námsbraut fyrir verslunarfólk á blaðamannafundi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar