Ragnhildur Sigurðardóttir og Sigrún Gunnarsdóttir

Ragnhildur Sigurðardóttir og Sigrún Gunnarsdóttir

Kaupa Í körfu

Golfíþróttin hefur frá upphafi verið mikið karlavígi en á undanförnum áratugum hefur orðið mikil breyting á viðhorfum almennings til golfíþróttarinnar. Konur hafa sótt í sig veðrið og er hlutfall kvenna í golfklúbbum víðsvegar um heiminn að aukast jafnt og þétt. En þrátt fyrir gríðarlega aukningu á ástundun kvenna er konum enn meinaður aðgangur að sumum golfvöllum. Arfleifð "karlaklúbba" er enn ríkjandi á þessum stöðum en slíkt þekkist hvorki á Íslandi né á Norðurlöndunum. Konur nálgast golfíþróttina með misjöfnum hætti. Afrekskonur nýta hverja stund sem gefst til æfinga og keppni en stærsti hluti kvenna stundar golfið með það að markmiði að njóta útiverunnar í góðum félagsskap - þar sem glímt er við völlinn á eigin forsendum. Keppnis- og listakonurnar Ragnhildur Sigurðardóttir og Sigrún Gunnarsdóttir eiga það sameiginlegt að slá kúluna ávallt með bros á vör.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar