Alþingi 2004

Sverrir Vilhelmsson

Alþingi 2004

Kaupa Í körfu

Nefnd, sem vinnur að skýrslu um hringamyndun og samþjöppun í atvinnulífinu, mun skila niðurstöðu í september nk., að því er Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi. Frumvarpið um eignarhald á fjölmiðlum setti mjög svip á eldhúsdagsumræðurnar en frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær með 32 atkvæðum gegn 30. Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna og samflokksmaður hennar, Kristinn H. Gunnarsson, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins studdu frumvarpið og þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna voru því andsnúnir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar