Á sjó

Alfons Finnsson

Á sjó

Kaupa Í körfu

Fréttaskýring | Flest bendir til þess að dagar sóknarstýringar séu taldir, í bili a.m.k. Frumvarp sem liggur fyrir gerir ráð fyrir endalokum sóknardagakerfis krókabáta. Helgi Mar Árnason rifjar upp gang mála, veltir fyrir sér afleiðingum og leitar viðbragða. Í breytingartillögum sem sjávarútvegsnefnd Alþingis hefur gert á frumvarpi sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða er gert ráð fyrir að sóknardagakerfi krókabáta verði lagt af. Í stað þess verði sóknardagabátum úthlutað kvóta. Í stað þess að ráða yfir aflamarki eða kvóta fá sóknardagabátar, sem eru í öllum tilfellum krókabátar eða trillur, úthlutað ákveðnum fjölda daga, eða öllu heldur tíma, innan ársins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar