Sumarbústaðaeigendur í Garðyrkjuskólanum

Margrét Ísaksdóttir

Sumarbústaðaeigendur í Garðyrkjuskólanum

Kaupa Í körfu

Garðyrkjuskólinn stóð nýverið fyrir námskeiði um skóg- og trjárækt fyrir sumarbústaðaeigendur. 24 þátttakendur sóttu námskeiðið, sem tókst vel. Fjallað var m.a. um jarðveg og áburðargjöf, gróðursetningu, plöntuval, upptöku og flutning trjáa, meindýr og sjúkdóma í gróðri, klippingar, skipulag við sumarbústaðinn og um skjólgirðingar, trépalla, hellulagnir og stíga í sumarbústaðarlandinu. Þá var farið í vettvangsferð með þátttakendur upp í hlíðar Reykjafjalls þar sem hugað var að fjölbreyttum blómgróðri í graslendinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar