Jón Pétursson og Sæþór Gunnsteinsson

Atli Vigfússon

Jón Pétursson og Sæþór Gunnsteinsson

Kaupa Í körfu

Tveir hausar af lambhrútum fundust í gröf við Kringluvatn í gær og svo virðist sem það sé af mannavöldum. Athygli vekur að ekki fundust hryggir, læri og bógar heldur einungis tvær gærur, ein grá og önnur hvít. Forsaga málsins er sú að merki fundust um að refur hefði reynt að grafa sig þarna niður í mónum í leit að æti og vakti það grun manna um að þarna væri eitthvað í jörðunni. Fóru þeir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi, og Jón Pétursson í Árhvammi til þess að gá hvað þarna gæti verið. Við uppgröft komu hausarnir af hrútunum í ljós og var búið að fjarlægja eyrnamerki þau sem bændur nota þannig að ekki var hægt að bera kennsl á það hvaðan hrútarnir væru. Var það greinilegt að sögn Sæþórs að þarna væru kunnáttumenn á ferð enda hefur lengi verið orðrómur um að fé hafi horfið með einkennilegum hætti, jafnvel úr girðingum á haustin. MYNDATEXTI: Jón Pétursson og Sæþór Gunnsteinsson með hausana af lambhrútunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar