Selárdalur

Finnur Pétursson

Selárdalur

Kaupa Í körfu

Endurbætur Smiðir frá Trésmiðjunni Eik ehf. í Tálknafirði hafa undanfarið unnið að endurbótum á einu af húsum Samúels heitins Jónssonar í Brautarholti í Selárdal í Arnarfirði. Áformað er að skipta um þak og setja nýja glugga í húsið. Mannvirki þau sem Samúel reisti í Brautarholti og listaverk hans hafa vakið mikla athygli ferðamanna, sem hafa lagt leið sína í Selárdal. Verk hans hafa látið á sjá í áranna rás og hefur óblíð veðrátta átt sinn þátt í því. Það eru landbúnaðar- og samgönguráðuneytin sem leggja til fjármagn til viðgerðanna, en í þessum áfanga er ætlunin að loka öðru húsinu og gera við þakið á kirkjunni. MYNDATEXTI: Starfsmenn Trésmiðjunnar Eikar ehf. F.v.: Finnur, Guðni, Sigurður, Anton og Björgvin. Húsið sem unnið er að viðgerðum á er í baksýn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar